Í konfektkassa lífsins er ómögulegt að vita alltaf hvaða mola maður fær næst. Molinn minn lýsir baráttu höfundar við átröskun og brotna sjálfsmynd. Bókin veitir lesendum innsýn í hugarheim afrekskonunnar. Hömlulaus fullkomnunarárátta verður henni að falli. Skyndilega snýst veröldin á hvolf, innan hlaupabrautar sem utan. Í bataferlinu reynir á viljastyrk, keppnisskap og traust bakland.