Sagan er harðsoðinn reyfari sem gerist í Reykjavík. Framið er morð í sjálfu Stjórnarráðshúsinu og lögfræðingurinn Stella flækist í málið. Aðilar sem eiga ýmislegt undir sér, og skirrast einskis, reyna að tefja rannsóknina. En Stella gefst ekki upp fyrr en öll kurl eru komin til grafar.

 

Morðið í stjórnarráðinu hefur verið ófáanleg um hríð en nú er þessi fyrsta bók seríunnar fáanleg sem rafbók.