Höfundur: Murray Bail

Ættkvísl myrtusviðarins er ein sú fjölskrúðugasta á jörðinni og í huga Hollands óðalseiganda kemst fátt annað að. Á landareign sinni í Nýja Suður-Wales í Ástralíu gróðursetur hann mörg hundruð tegundir myrtusviðar af öllum stærðum og gerðum. Í þessari paradís föðurveldisins vex hin undurfagra Ellen úr grasi og þegar hún kemst á giftingaraldur mælir faðir hennar svo fyrir að sá sem kunni að nefna nafn hvers myrtusviðar á landareigninni skuli hljóta hönd hennar.

Vonbiðlarnir flykkjast að en hafa ekki erindi sem erfiði, enda virðist verkefnið óleysanlegt uns hr. Cave, heimskunnur sérfræðingur í myrtusviði, birtist einn góðan veðurdag. Um svipað leyti hittir Ellen dularfullan ungan mann á milli trjánna og næstu daga segir hann henni sögur frá ýmsum tímum og stöðum nær og fjær.

Myrtusviður er magnað skáldverk og áleitið í einfaldleika sínum. Þetta er í senn nútímaævintýri, leyndardómsfull ástarsaga og táknræn frásögn um mannleg tengsl og mannlegt eðli.