Höfundur: Ellen Feldman

Í bandaríska smábænum South Downs búa þrjár æskuvinkonur með fjölskyldum sínum þegar heimsstyrjöldin síðari geisar í Evrópu og óvíst er um framvindu stríðsins og hugsanlega hernaðaríhlutun.

Þetta er rómantísk ástarsaga sem lýsir vel litbrigðum lífsins þegar ungar konur þurfa að standa á eigin fótum, með brennandi ástarþrá og örvæntingu í hjarta. Fylgst er með lífi þeirra sem urðu eftir heima; kvenna er gengu í störf karla og þurftu jafnframt að halda heimilinu gangandi.

Barna sem komu jafnvel undir í örvæntingarfullum skyndihjónaböndum, áður en feðurnir sneru aftur úr leyfi eða af frívakt. Foreldra sem sáu á eftir sonum sínum í stríðið. Hvað hélt fólki gangandi? Og heimkoman: Hverjir sneru aftur og voru þeir sömu menn og áður? Var hægt að halda áfram rétt eins og ekkert hefði gerst? Kannski læknar tíminn öll sár?

Sagan gerist á árunum 1941 – 1964. Kiljuútgáfan er í stóru broti.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.