Gabriel er fimmtán ára piltur frá norðurhluta London sem reynir að ná fótfestu eftir brotthvarf föðurins af heimilinu. Foreldrar hans standa á krossgötum og þurfa á leiðsögn hans og ástúð að halda. Sjálfur leitar Gabriel stuðnings hjá tvíburabróður sínum Archie, sem lést á barnsaldri, og reynir að beisla þá óvenjulegu sköpunargáfu sem býr innra með honum. Hér er á ferðinni áhrifarík þroskasaga um mátt ímyndunaraflsins og böndin sem tengja okkur saman.