Höfundar: Laura Owen, Korky Paul

Fjórar frábærar sögur

Nanna norn í algerri neyð!

Hún týnir Nirði, undirbýr geimferð, læknar matvendni og hemur klikkaðan kúst!

Abrakadabra!

Sögurnar um Nönnu norn hafa notið gríðarlegra vinsælda árum saman og selst í milljónum eintaka um allan heim. Bækurnar henta börnum frá sex ára aldri og eru afar aðgengilegar fyrir stelpur og stráka sem eru að byrja að lesa sjálf. Sögur Lauru Owen eru léttar og leikandi og líflegar myndir Korky Paul skreyta hverja blaðsíðu.