Hér segir frá Inga og Helenu, hressum krökkum sem kynnast á netinu. Ingi ferðast um höfin blá með foreldrum sínum sem vinna við rannsóknir á hvölum og þar gengur á ýmsu. Atburðarásin tekur óvænta stefnu þegar óvinveittir náungar skjóta upp kollinum. Ingi og Helena snúast til varnar gegn þessum hættulega óvini með aðstoð tölvutækninnar. Þau lenda í háskalegum hrakningum en um leið laðast þau hvort að öðru.