Þú ert hér://Norður yfir Vatnajökul

Norður yfir Vatnajökul

Höfundur: William Lord Watts

Norður yfir Vatnajökul eða Um ókunna stigu á Íslandi er með bestu ferðabókum sem hafa verið skrifaðar um landið. Höfundurinn, Englendingurinn William Lord Watts, kom fyrst til Íslands árið 1871. Hann var að eðlisfari ævintýragjarn landkönnuður og metnaðarfullur vísindamaður.

Markmið hans var að komast fyrstur manna yfir Vatnajökul. Það tókst honum ásamt fimm Íslendingum árið 1875 og er sú saga sögð í bókinni. Félagarnir hrepptu illviðri og voru tólf daga yfir jökulinn, gengu síðan yfir auðnirnar að Grímsstöðum. Watts var sjónarvottur að eldum í Öskju og á Mývatnsöræfum. Hann sýndi framförum landsins mikinn áhuga. Um náttúru Íslands segir hann á einum stað:

“Hið undarlega sambland af frosti og funa á Íslandi gerir landslagi hrikalega fagurt, svo að ég efast um, að það eigi nokkurs staðar sinn líka í víðri veröld.”

Jón Eyþórsson, fyrsti formaður Jöklarannsóknafélags Íslands, sneri bókinni á íslensku og kom hún út árið 1962. Í formála segir Jón að höfundurinn hafi látist tveimur árum eftir ferðina, þá 26 ára að aldri. Athugun hefur leitt annað í ljós. Hér er þýðing Jóns endurprentuð en í nýjum formála Gerðar Steinþórsdóttur er fjallað um bókina, leitina að höfundinum og Wattsfell í Dyngjufjöllum.

Vinir Vatnajökuls styrktu útgáfuna.

Verð 2.190 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja2072016 Verð 2.190 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / /