Nýir tímar er námsefni fyrir áfangann SAG 203 sem spannar mikið umbreytingaskeið í mannkynssögunni og ekki síst á Íslandi frá lokum 18. aldar til okkar daga. Bygging bókarinnar og efnistök taka mið af lýsingum á áfanganum og markmiðum hans í aðalnámskrá framhaldsskóla. Þar er gert ráð fyrir fimm efnisflokkum og er bókinni í samræmi við það skipt í fimm aðalhluta:

Draumar um betra líf
Nýir hugmyndastraumar á Íslandi
Tækninýjungar til góðs og ills
Átök á heimsvísu
Velferð í deiglu

Samhliða fræðandi og aðgengilegum texta er áhersla lögð á myndefni af ýmsu tagi, ljósmyndir, teikningar og málverk, auk þess sem upplýsingar eru víða settar fram í kortum, gröfum og töflum. Aftast í bókinni er ítarleg nafna- og hugtakaskrá auk myndaskrár.

Kennarahandbók má finna á kennarasvæði. Aðgangur að því er bundinn við lykilorð sem má nálgast með því að senda póst á netfangið forlagid@forlagid.is.

Hér má finna verkefnasafn.