Keisari nokkur er óskaplega glysgjarn og sankar að sér fögrum munum og skrautlegum klæðum. Þegar ríki hans heimsækja tveir skraddarar, sem vefa undurfagurt efni þeirri náttúru gætt að vera ósýnilegt augum þeirra sem eru heimskir eða ekki stöðu sinni vaxnir, er hann ekki seinn á sér að grípa tækifærið. Saumamennirnir tveir eru hinsvegar óforskammaðir þorparar, sem vefa á tóma vefstóla og stinga gullinu og silkinu sem ætluð eru til fatasaumsins í sína eigin sekki. Enginn af þegnum keisarans – hvað þá hann sjálfur – geta séð fegurð vefnaðarins, sem vonlegt er. En enginn er hins vegar tilbúinn að viðurkenna meinta heimsku eða vanhæfi í starfi. Og nú stefnir í óefni.

Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 13 mínútur að lengd. Jóhann Sigurðarsson les.