Höfundur: Einar Már Jónsson

Brotabrot úr afrekasögu frjálshyggjunnar. Þegar litið er til atburða síðustu ára og aðdraganda hrunsins er eins og aðalatriðið gleymist-að grafast fyrir um rætur þessa alls,
frjálshyggjuna og kennisetningar hennar.

Þess vegna er orðið brýnt að víkka sjónarhornið og takast á við kennisetningarnar sjálfar. Til þess verður að fara aftur í tímann og athuga hvernig þær urðu til og hvernig þær bárust áfram.

Í þessari bók kafar Einar Már Jónsson sagnfræðingur í París og höfundur Bréfs til Maríu ofan í þessa sögu á nýstárlegan hátt og skoðar hvað leynist að baki vígorðunum.