Ógöngur

Útgefandi: Hið Ísl. b
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2000 326 2.990 kr.
spinner

Ógöngur

Útgefandi : Hið Ísl. b

2.990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2000 326 2.990 kr.
spinner

Um bókina

Breski heimspekingurinn Gilbert Ryle er einn af helstu fulltrúum hinnar svokölluðu hversdagsmálsheimspeki, sem er grein af meiði rökgreiningarhefðarinnar í heimspeki á 20. öld. Ryle, sem nam og kenndi við Oxford-háskóla, leitast í verkum sínum við að skýra tengsl hugtaka með því að greina notkun þeirra í daglegu máli. Hann leit svo á að flest heimspekileg vandamál væru til komin vegna einhvers konar misbeitingar tungumálsins, oftar en ekki svokallaðrar „kvíavillu“. Hugmyndin er sú að hugtök megi flokka niður í tilteknar kvíar (e. categories) sem
ákvarða röklega gerð þeirra. Þegar reynt er að beita hugtökum úr tiltekinni kví til að svara spurningum sem kalla á hugtök úr annarri verður útkoman merkingarleysa og heimspekilegur hnútur. Greining á kvíavillum er nauðsynleg til að átta sig á því hvernig slík vandamál eru vaxin og öguð beiting hugtaka lykillinn að lausn þeirra.

Ógöngur eru fyrirlestrar frá 1953 þar sem Ryle beinir sjónum sínum að einni gerð slíkra vandamála, tilfellum þar sem tvær kenningar reynast ósamrýmanlegar án þess að þær séu að leita svara við sömu spurningum. Gjarnan er um að ræða annars vegar vísindalega kenningu, til að mynda skýringar taugalífeðlisfræðings á skynjun, og hins vegar hversdagslega þekkingu okkar á fyrirbæri eins og skynjun, sem er ósamrýmanleg við þá skýringu lífeðlisfræðingsins að skynjun sé ferli í taugakerfi og heila. Í slíku tilfelli, segir Ryle, er lausnin fólgin í því að rannsaka hversdagslega notkun orða á borð við „að sjá“ og „að heyra“ en slík rannsókn leiðir í ljós að slíkar sagnir tilheyra ekki sömu kví og þær sem lýsa ferli eða ástandi og því eiga ekki við skýringar á borð við þá að skynjunin sem við upplifum sé afleiðing ferlis taugaboða eða samsvarandi ferli. Ryle hafði áður tekist með sama hætti á við hið klassíska vandamál um samband líkama og sálar í höfuðverki sínu, Hugtakið hugur, og hér beitir hann hugtakagreiningu sinni meðal annars á þverstæðuna um Akkilles og skjaldbökuna (sú þverstæða er oft kennd við Zenó frá Elea) og vandamálið um frjálsan vilja.

Ógöngum fylgir sjálfsævisöguleg grein höfundar þar sem hann fjallar um lífshlaup sitt en fyrst og fremst hvernig hugsun hans þróaðist. Þá veitir inngangur Garðars Á. Árnasonar fróðlegt yfirlit um sögu þeirra hugmyndastrauma sem Ryle mótaðist af og viðhorf hans til heimspekinnar.

Tengdar bækur

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning