Kvöld eitt fær lögreglumaðurinn Davíð Arnarson beiðni í SMS um að koma til Cambridge. Hann þekkir ekki númerið og það er hvergi á skrá. Morguninn eftir berst lögreglunni í Reykjavík hjálparbeiðni vegna morðs á íslenskum eðlisfræðistúdent sem var að rannsaka ókyrrð í lofti – við Cambridge-háskóla. Æsileg atburðarás fer í gang þar sem Davíð reynir að aðstoða bresk yfirvöld við komast til botns í morðmálinu en hverjum getur hann treyst? Og áður en hann veit af er lífi hans sjálfs ógnað.