Höfundur: Vilhelm G. Kristinsson

Í þessari bók segir Ólafur frá uppvexti sínum , námi, fjölbreyttum störfum heima og erlendis og einkalífi. Oft komst Ólafur í hann krappan og lenti í ótrúlegum aðstæðum við lækningar áður en heilsugæslan í landinu var efld, en í því starfi tók Ólafur ríkan þátt. Hann starfaði lengi erlendis og var yfirlæknir Hjartaverndar áður en hann varð landlæknir. Í því embætti varð hann þjóðkunnur og vakti oft athygli fyrir óvenjulegar embættisfærslur sem sagt er frá í bókinni.  Ólafur er sem fyrr óhræddur við að viðra skoðanir sínar á heilbrigðismálumen þar er hann knúinn áfram af ríkri réttlætiskennd.