Höfundur: Óskar Guðmundsson

Þrettánda öldin er viðburðaríkasta öld Íslandssögunnar og eru henni gerð vegleg skil í hinum sígilda bókaflokki um minnisverð tíðindi aldanna. Á fyrri hluta aldarinnar geisaði harðvítug borgarastyrjöld í landinu. Styrjöldin er stundum kennd við Sturlunga, afkomendur Sturlu Þórðarsonar í Hvammi. Þeir vígsnörpu og pennaglöðu menn voru bæði þáttakendur í styrjöldinni og skrásetjarar viðburða aldarinnar.  Í þessu bindi eru kynntir til sögunnar ógleymanlegir menn, eins og Guðmundur góði biskup og þeir Sturlubræður, Þórður, Sighvatur og Snorri. Magnþrungin spenna þrumir undir niðri og brýst öðru hverju fram í samsæri eða mannskæðum orrustum, svo sem Flóabardaga og Örlygsstaðabardaga. Þrátt fyrir það blómgast ritlist í landinu...