Höfundur: Óskar Guðmundsson

Á þrettándu öld ná íslenskar bókmenntir hæstum hæðum. Helstu sagnfræðiverk okkar eru skrifuð á þessari öld, langflestar Íslendingasögur og síðan samtímafrásögnin í Sturlungu. Við fylgjumst með afdrifum ýmissa kappa þrettándu aldar í þessari bók og segjum frá Gissuri jarli Þorvaldssyni , Árna biskupi, Steinvöru á Keldum, Sólveigu Sæmundsdóttur, Þórði kakala, Þorgilsi skarða og mörgum öðrum persónum sem Íslendingar þekkja.

Á seinni hluta aldarinnar lauk borgarastyrjöldinni , friður var tryggður og Ísland varð hluti af norska konungsríkinu. Þjóðveldið leið undir lok. Jafnframt sótti kirkjan, sú norræna og kaþólska kirkja, í sig veðrið. Þetta er seinna bindið um þessa öfgafullu öld í Íslandssögunni og er bókin prýdd miklum fjölda litfagurra mynda frá sögutíma - þrettándu öldinni.