Í þessari fjölmennu bók er farið á handahlaupum yfir tölurnar 0 til 7.500.000.000. Á hverri síðu eru ævintýralegar myndir þar sem hægt er að telja börn og fullorðna, fylgja þeim eftir og sjá hvernig líf þeirra fléttast saman. Ef þið eruð nægilega forvitin og skarpskyggn munuð þið uppgötva ýmis leyndarmál á leiðinni.

Öll með tölu fékk Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2019.

Sigrún Eldjárn íslenskaði.