Don Raymonde Aprile er aldraður maður og nægilega slyngur til að draga sig með lagni út úr skipulagðri glæpastarfsemi eftir vægðarlausa sigurgöngu á þeirri braut. En eftir að hafa setið skamma stund á friðarstóli er Don Aprile myrtur á hryllilegan hátt. Hver gat framið slíkt voðaverk og hvort skal brugðist við með miskunn eða hefnd? Síðasta bók sagnameistarans Mario Puzo um mafíuna og siðgæði og völd í bandarísku samfélagi.