Í bókinni eru opinber skeyti,skjöl og samningar sem varða samskipti Íslands við Sovétríkin og síðan Rússland.

Verkið er gefið út að tilstuðlan utanríkisráðuneytisins í tilefni af 70 ára afmæli stjórnmálasambands ríkjanna.

Heimildirnar varpa nýju ljósi á margt í samskiptum þeirra og utanríkissögu Íslands frá seinni heimsstyrjöld til okkar daga.