Orðræða um frumspeki

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2004 197 2.990 kr.
spinner

Orðræða um frumspeki

2.990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2004 197 2.990 kr.
spinner

Um bókina

Gottfried Wilhelm Leibniz var einn merkasti heimspekingur nýaldar og fjölfræðingur sem lagði drjúgan skerf til rannsókna samtíma síns á sviðum eðlisfræði, verkfræði, jarðfræði, guðfræði, sagnfræði og ekki síst stærðfræði þar sem hann var frumkvöðull rannsókna í tölfræði og örsmæðareikningi, auk fleiri greina. Það eru þó heimspekirit fjölfræðingsins sem halda nafni hans á lofti í dag og koma þrjú þeirra út í þessu bindi: Orðræða um frumspeki, Nýtt kerfi um eðli verundanna og Mónöðufræðin eða frumforsendur heimspekinnar. Í þessum ritum birtast tilraunir Leibniz til að skýra frumgerð veruleikans, en hið háleita markmið hans var að finna hinn frumspekilega grunn sem sameiginlegur væri allri heimspeki og vísindum.

Orðræða um frumspeki (1686) hefur að geyma yfirlit yfir frumspeki Leibniz og þykir marka upphafið að fullþroska heimspeki hans, sem var þó í sífelldri þróun og hann setti aldrei fram sem heilsteypt kerfi. Í Nýju kerfi um eðli verundanna (1695) birtist greinargerð fyrir eðli verunda og gagnrýni á kenningu Descartes þar að lútandi, auk eigin kenningar Leibniz um einingu sálar og líkama. Mónöðufræðin (1714) fjalla um frumverundir hins efnislega veruleika, sem Leibniz telur vera óefnislegar mónöður, í raun skynjanir og langanir, sem hafa til að bera hið virka afl sem gerir öllum fyrirbærum kleift að ná tilgangi sínum.

Leibniz er, með nokkurri einföldun, talinn til rökhyggjumanna nýaldar og stendur á mörkum skólaspeki miðalda, sem leitaðist við að styðja kristna guðfræði með skynsamlegum rökum, og hinnar nýju vélhyggju, sem beindi sjónum að mælanlegum eiginleikum hluta fremur en eðli þeirra eða tilgangi. Svokallaðar tilgangsorsakir leika þó stórt hlutverk í heimspeki Leibniz. Við erum samkvæmt kenningum hans skynsemisverur, hverra tilgangur það er að velja hinn góða möguleika. Aftur á móti er það lykilatriði í frumspeki Leibniz að mónöðurnar séu fyrirfram samstilltar í eilífu samræmi og að ekkert í sköpunarverkinu geti verið öðruvísi en það er, þar sem Guð hljóti að hafa skapað hinn besta mögulega heim. Þetta atriði er eitt hið þekktasta úr allri heimspeki Leibniz, þökk sé háðsádeilu Voltaires, Birtíngi. Með þessu viðurkennir Leibniz þó ekki algjöra nauðhyggju, því þótt athafnir okkar séu ætíð fyrirsjáanlegar eru þær ekki röklega nauðsynlegar. Við höfum frjálsan vilja í þeim skilningi að við getum hugsað okkur annan möguleika en þann sem við höfum valið, auk þess sem val okkar ræðst af eðlislægum tilhneigingum okkar, það er að segja viljanum.

Tengdar bækur

1.190 kr.
4.590 kr.
3.190 kr.
3.790 kr.
3.190 kr.
2.590 kr.
990 kr.1.290 kr.
6.990 kr.

INNskráning

Nýskráning