Höfundur: Adam Blade

Þetta er áttunda bókin í flokknum Óvættaför um Konungsríkið Avantíu, en jafnframt önnur bókin af sex sem fjalla um Gullnu brynjuna.

Galdramaðurinn vondi, Malvel, stal gullnu töfrabrynjunni og dreifði hlutum hennar víðs vegar um Avantíu. Tom hefur heitið því að finna alla hluta brynjunnar – en þeirra er gætt af sex hryllilegum óvættum. Tekst Tom að sigra ofurapann Klóa djúpt inni í Dimmaskógi? Leggur þú í óvættaförina?