Höfundur: Michael Bond

Paddington hefur aldrei verið við hátíðahöld áður svo að herra Gruber fer með hann niður að síkinu. Vinirnir taka þar þátt í samkeppninni Rekið slóð bésins í von um að vinna síkjasiglingu fyrir tvo. Paddington uppgötvar brátt að hann er mjög leikinn í að finna hluti sem byrja á bókstafnum B, en svo virðist sem hann sé ekki sá eini sem hefur augastað á verðlaununum…