Höfundur: Ulla Lachauer

Söguhetja þessarar bókar, Lena Grigoleit, er fædd árið 1910 í þorpinu Bittehen í Memelhérað, sem er austasti hluti Austur Prússlandi, útvörður Þýskalands í austri. Saga Lenu er um leið saga Memelhéraðs á 20. öld. Hún upplifir tvær heimsstyrjaldir, flýr með fjöldskyldu sinni, ásamt hundruðum þúsunda annara flóttamanna, vestur á bóginn þegar Rússar reka flótta Þjóðverja undir lok seinni heimstyrjaldar. Rússar stöðva flóttamannastrauminn og fjölda fólks, þar á meðal fjöldskylda Lenu, snýr aftur heim. Lena er send ásamt fjöldskyldunni til Síberíu ásamt hundruðum þúsunda. Eftir 5 ár í útlegð kemst fjöldskyldan aftur heim og endurheimtir húsið sitt. Ulla Lachauer, höfundur bókarinnar, er á ferð með þýsku sjónvarpstökuliði í Bittehnen 1989. Fyrir tilviljun kemst hún í kynni við Lenu,sem er ein eftir af fyrrum íbúum þorpsins. Ulla Lachauer dvelur 1992 í tvær vikur hjá Lenu með upptökutæki og stílabók. Afraksturinn er þessi bók.