Peningarnir sigra heiminn

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2009 361 2.090 kr.
spinner

Peningarnir sigra heiminn

2.090 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2009 361 2.090 kr.
spinner

Um bókina

Bók breska sagnfræðingsins Nialls Ferguson, prófessors við Harvard-háskóla, The Ascent of Money – A Financial History of the World (Peningarnir sigra heiminn – Fjármálasaga  veraldarinnar),  er  mest  selda  harðspjaldabók sem Penguin-útgáfan á Bretlandi hefur gefið út. Bókin fékk strax geysigóðar viðtökur austan hafs og vestan og hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála. Íslensk þýðing Elínar Guðmundsdóttur er komin út hjá Bókafélaginu Uglu. Vinsælir sjónvarpsþættir hafa verið gerðir eftir fyrri bókum Niall Ferguson svo sem Empire og The War of the World. Peningarnir sigra heiminn þykir afburða góð lýsing á mætti peninganna í sögu mannsins frá upphafi vega. Í bókinni  er  m.a. lýst  því  hvernig  fjármál  koma við sögu í helstu atburðum mannkynssögunnar.  Ferguson skýrir t.d. hvernig franska byltingin á upptök sín í hlutabréfabólu, hvernig fjármálamistök breyttu Argentínu úr sjötta ríkasta landi heims í verðbólguviðundur og hvernig fjármálabylting hefur umbreytt fjölmennasta ríki heims á fáum árum úr þriðja heims ríki í stórveldi. Ekki síst þykir bókin geyma glögga lýsingu á fjármálakreppunni sem skall á fyrir ári síðan.
Ugla gefur út.


Tengdar bækur

No data was found

INNskráning

Nýskráning