Höfundar: Prokofiev, Bernd Ogrodnik, Kristín María Ingimarsdóttir, Eggert Þór Jónsson, Birna G. Bjarnleifsdóttir

Saga Sergeis Prokofiefs um hugrakka drenginn Pétur, afa hans og dýrin í skóginum, er löngu orðin sígild, hvort sem hún er sögð með orðum og myndum eða tónum.

Brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik hóf reisu með brúðuleik sinn byggðan á sögunni um Pétur og úlfinn milli leikskóla landsins haustið 2006. Seinna færði hann sýninguna inn í Kúluna, barnasvið Þjóðleikhússins, þar sem hún naut mikilla vinsælda. Hér færir Kristín María Ingimarsdóttir þessa fallegu brúðusýningu í bókarform.

Birna G. Bjarnleifsdóttir þýddi.