Fornleifafræðingurinn Morgan Way rannsakar hinn forna dularheim Persíu og gerir uppgötvanir sem fær reyndustu fræðinga til að gapa ... og hrífast! 
Morgan skráir niður uppgötvanir sínar svo úr verður handhægur vegvísir, búinn kortum, gagnvirku efni og upplýsingum um löngu horfna leyndardóma Persíu.


Prinsinn af Persíu - undir söndum tímans er uppfull af einstökum og furðulegum fróðleik og gefur lifandi innsýn í ævintýralega og töfrandi veröld.
Bókin er 36 blaðsíður og hæfir vel ævintýraþyrstum börnum og fullorðnum frá 8 ára aldri.