Þú ert hér://Prjónabiblían

Prjónabiblían

Höfundur: Gréta Sörensen

Prjónabiblían er einstök íslensk uppflettibók um prjóntækni og jafnframt hugmyndavaki fyrir munsturgerð og prjónahönnun, bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Í fyrri hluta bókarinnar er farið ítarlega yfir öll grunnatriði í prjóni, meðal annars mismunandi aðferðir við að fitja upp, auka út, fella af og ganga frá. Tækni og handbragði við hvers konar prjónaskap, einfaldan og flókinn, er vandlega lýst, hugtök eru útskýrð, kennt að lesa uppskriftir og fjallað um ótal önnur atriði sem gagnlegt er að kunna skil á. Einnig er rætt um garntegundir og ólíka eiginleika þeirra.

Í síðari hlutanum eru eitt hundrað útprjónsmunstur sem ættu að geta orðið öllu prjónaáhugafólki óþrjótandi brunnur hugmynda til að hanna og skapa eigin útfærslur.

Fjölmargar skýringarmyndir og ljósmyndir prýða bókina og eiga ríkan þátt í að gera hana að ómissandi grundvallarbók fyrir alla sem hafa ánægju af að prjóna.

Gréta Sörensen útskrifaðist úr textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1983 og með MFA í textílhönnun frá Konstfack í Svíþjóð árið 1993, með áherslu á prjónahönnun. Hún hefur unnið við hönnun á hand- og vélprjóni og einnig við kennslu.

Smellið hér
 til að sjá skjal með leiðréttingum.

Verð 6.190 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 271 2013 Verð 6.190 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: /

1 umsögn um Prjónabiblían

  1. Kristrun Hauksdottir

    „Prjónabiblían er mikið verk og vandað. Hana prýðir fjöldi ljósmynda og teikninga sem í sameiningu auka hagnýtingu hennar. Teikningarnar eru fínlegar blýantsteikningar sem ekki útskýra eingöngu á nákvæman hátt tæknileg atriði heldur eiga einnig vel við viðfangsefnið. Ljósmyndir eru skýrar og gefa tilfinningu fyrir áferð og útliti prjónsins. Að auki eru kaflar bókarinnar aðskildir með fallegum ljósmyndum frá æskuslóðum höfundar, sem staðsetja bókina kirfilega í íslenskum veruleika. Bókin veitir nýtt sjónarhorn á prjónaskap og er að auki prýðilega aðgengileg og falleg í alla staði.“
    Rökstuðningur dómnefndar Fjöruverðlaunanna

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *