Höfundur: Peter Liversidge

Undanfarandi sextán ár hefur Liversidge hafið öll verk sín með því að vélrita fyrirmæli fyrir einstök verk eða verkagrúppur. Verkin eru af mörgum toga og teygja anga sína í ótal miðla, þar á meðal í skúlptúra, málverk, ljósmyndir, innsetningar auk ýmissa gjörninga. Fyrirmælin eru rituð á gamla ritvél og lýsa allt í senn vel framkvæmanlegum hugmyndum sem og öðrum huglægari og jafnvel ógerlegum.

Listamaðurinn setur sér ákveðin tímamörk til að vinna fyrirmæli hverrar sýningar eða verkefnis – og gefur sig að tilteknu rými, staðsetningu eða samfélagi. Á sýningum hans má svo sjá birtingarmynd tiltekinna fyrirmæla ásamt hinum upprunalegu vélrituðu sínum, innrömmuðum á vegg. Fyrsta verkið sem verður til í hverri grúppu er bók sem inniheldur öll fyrirmælin.

Proposals for Reykjavík er ein þeirra bóka, bók sem var gerð fyrir sýningu hans í i8 gallerí sumarið 2014.

Tungumál: Enska