Höfundar: Gitte Kjeldsen Bjørn, Jørgen Vittrup, Björn Gunnlaugsson

Það er ávallt ánægjulegt að geta boðið upp á uppskeru úr eigin garði. Matjurtir eru til mikillar prýði fyrir utan alla þá búbót og hollustu sem fylgir því að rækta grænmeti, ávexti, kryddjurtir og ber. Fáðu góð ráð og leiðbeiningar um hvernig þú getur notið ávaxta náttúrunnar beint úr eigin garði.

Ræktum sjálf er einföld og handhæg bók fyrir alla garðræktendur, hvort heldur reynslubolta eða byrjendur. Í bókinni eru upplýsingar um hvenær og hvernig best er að sá eða planta, góð ráð við ræktun ólíkra tegunda sem og upplýsingar um hvernig best er að skipuleggja uppskeruna.

Viltu þú rækta rósakál, spínat, spergil og mintu eða spreyta þig á plómum, stikilsberjum, kúmeni og kirsuberjum?

Höfundar bókarinnar, Gitte Kjeldsen Bjørn og Jørgen Vittrup, hafa mikla reynslu af ræktun grænmetis og ávaxta. Björn Gunnlaugsson garðyrkjusérfræðingur staðfærði bókina fyrir íslenskar aðstæður og skrifaði formála.