Þú ert hér://Raddir úr húsi loftskeytamannsins

Raddir úr húsi loftskeytamannsins

Höfundur: Steinunn G. Helgadóttir

„Mig fór að gruna að kannski væru sögurnar mínar þeirrar náttúru að þögnin gæti ekki falið þær.“

Ungur maður ætlar að leita uppi ellefu hálfsystkin sem öll eru fædd á sama árinu, ástfælinn bóksali gengur aftur og fylgist með nýjum lesendum, ólíkar systur reka saman sjoppu í Þingholtunum á meðan óreglumenn krunka sig saman á nýju tilvistarsviði.

Einmana loftskeytamaður er í sambandi á öldum ljósvakans en skrifar skáldverk þess á milli. Hann fyllist tortryggni þegar aðrir rithöfundar eru á yfirskilvitlegan hátt á undan honum að koma út bókum hans. Með aðstoð vísindanna tekst honum að snúa vörn í sókn.

Steinunn G. Helgadóttir myndlistarkona hefur getið sér gott orð fyrir ljóðabækur sínar. Hér segir hún sögur loftskeytamannsins og fangar jafnframt íslenskan veruleika í fortíð, nútíð og framtíð.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 287 2016 Verð 3.490 kr.
Rafbók - 2016 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / /

8 umsagnir um Raddir úr húsi loftskeytamannsins

 1. Árni Þór


  „Góð og gleðileg frumraun nýs sagnaskálds”
  Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið

 2. Árni Þór

  „Textinn er uppfullur af mennsku og ber vott um næmi fyrir margbreytileika sálarlífsins. Höfundur leikur sér með ólík sjónarhorn og hversdagsleikinn og fantasían mætast gjarnan með óvæntum hætti. Með hófstilltum lýsingum og flæðandi stíl nær höfundurinn sterkum hughrifum og fangar skáldskapinn í tilverunni. Sögurnar eru allt í senn sorglegar, spaugilegar eða þrungnar undirliggjandi óhugnaði. Allt þetta hefur Steinunn G. Helgadóttir á valdi sínu, að því er virðist áreynslulaust og léttilega. Raddir úr húsi loftskeytamannsins er samspil fjölmargra radda úr fortíð, nútíð og framtíð sem snerta við lesandanum.“
  Úr rökstuðningi dómnefndar Fjöruverðlaunanna

 3. Árni Þór

  „Steinunn galdrar fram hverja persónuna á fætur annarri og þræðir inn í vefinn … og skapar þannig skemmtilegt flæði milli sagna. Margar persónanna eru sérlega eftirminnilegar og sjónarhornin ánægjulega ólík. Raddirnar eru fjölbreyttar og uppákomurnar margar kómískar og þannig næst lífleg og hugvekjandi margröddun innan verksins.“
  Úlfhildur Dagsdóttir / Bókmenntir.is

 4. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Steinunn skrifar hér áhugaverða bók sem minnir stundum á gallerí. Skemmtilegt getur verið að grípa í bókina og lesa nokkra kafla óháð efni sem á undan kom því kaflarnir lifa sjálfstæðu lífi. Það er oftast eitthvað nýtt sem bíður manns, eins og þegar rölt er um sýningarsal ólíkra málverka … Bókin er auðlesin og þægileg …“
  Kristinn Pálsson / Hugrás

 5. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Það var hrein unun að lesa þessa skemmtilegu bók … Steinunn hefur afar gott vald á tungumálinu og býr yfir góðum húmor, hægt er að lesa sögurnar aftur og aftur og finna eitthvað nýtt í hvert sinn.“
  Guðríður Haraldsdóttir / Vikan

 6. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Frábært persónugallerí … Stíllinn er bara svo skemmtilegur. Hún er bráðfyndin … Ég var mjög ánægð með þessa bók … Það skemmtilegasta eru persónurnar.“
  Sunna Dís Másdóttir / Kiljan

 7. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Óhemju áhugavert og frumlegt verk. Það kemur einhvernveginn á mann alveg úr óvæntum áttum … Mjög athyglisverð … Margar af þessum sögum eru mjög skemmtilegar … Það er mikil hugmyndaauðgi og frásagnargleði í þessu.“
  Egill Helgason / Kiljan

 8. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „… haganlega fléttuð bók þar sem söguþræðir eru spunnir sundur og saman á heillandi hátt … Þetta er mjög falleg bók og greinilegt að höfundurinn hefur vandað til verka. Stíllinn er léttur og auðlesinn, myndirnar skýrt dregnar af höfundi sem ekki fer á milli mála að er myndlistarkona líka, persónurnar heillandi og sögurnar þeirra geta af sér nýjar sögur í huga lesandans. Þessa bók má lesa hægt, fletta fram og til baka og fá þannig dýpri skilning á persónum, framvindu og jafnvel sínu eigin lífi.“
  Brynhildur Björnsdóttir / Fréttablaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund