Höfundar: Sigrún Edda Björnsdóttir, Jan Pozok

JPV ÚTGÁFA gefur út óviðjafnanlega skemmtilega bók: Rakkarapakk ? Með kveðju frá jólasveinafjölskyldunni eftir Sigrúnu Eddu Björnsdóttur og Jan Pozok. Nýjustu fréttir, nýjasta slúðrið og nýjustu myndirnar af íslensku jólasveinafjölskyldunni. Ótrúlegt en satt!!!

 

Kemst Grýla í kjólinn fyrir jólin?

Stenst Leppalúði álagið í hjónabandinu?

Verður hrútspungaflöff á loðnubeði á borðum landsmanna um jólin?

Verður þjóðin söm eftir að hafa fengið 13 óalandi og óferjandi jólasveina í heimsókn í jólamánuðinum?

 

Þessum spurningum og mörgum fleiri er svarað í þessari bók!!

 

„...hryllileg, spenanndi, fyndin og hlýleg...Myndasöguunnendur munu án efa verða mjög ánægðir...bæði ungir og eldri geta skemmt sér.“
Ragna Sigurðardóttir / Morgunblaðið

 

„Það hefur heppnast vel með þessa bók...skemmtun fyrir fólk á öllum aldri.“
Páll Baldvin Baldvinsson / DV