Leníngrad 1944: Í skotgröfunum fyrir utan borgina berjast fjórir norskir sjálfboðaliðar í þýska hernum fyrir lífi sínu; kuldinn, hungrið, rússnesku leyniskytturnar – dauðinn situr fyrir þeim við hvert fótmál.

Osló 1999: Eftir óhapp við skyldustörf er Harry Hole sestur bakvið skrifborð í öryggisþjónustunni með bunka af skýrslum til yfirlestrar. Hann staldrar við tilkynningu þess efnis að úti í skógi hafi fundist tóm skothylki úr stóreflis þýskum veiðiriffli af sjaldgæfri gerð.

Á sama tíma er fyrrum hermaður af austurvígstöðvnum myrtur í húsasundi bakvið veitingastað sem nýnasistar sækja. Tilviljun? Harry Hole trúir ekki á tilviljanir.