Höfundur: Ásgeir Hjálmar Sigurðsson

Rauðsenda – fyrri og seinni hluti saman í pakka. Ásgeir Hjálmar Sigurðsson tók saman.

Rauðsenda. Fyrri hluti.

Hér segir frá landnámi á sunnanverðum Vestfjörðum, verslun og útgerð á svæðinu í gegnum aldirnar sem kunn er, uppbygginguna miklu í lok nítjándu aldar og fram yfir miðja tuttugustu öldina.

Helstu embættismenn og verklegar framkvæmdir. Þá er rakin búseta á sveitabæjum allt frá Vatneyri til og með Kollsvíkur, byggt á samantekt Trausta Ólafssonar og fleira.

Rauðsenda. Seinni hluti.

Ábúendatal frá Breiðavík að Skor, byggt á gögnum frá Trausta Ólafssyni. Björgunarafrekið við Látrabjarg, Látraröst og ýmsar sagnir um í og undir Bjarginu.

Draugasögur flestar af Látraheiði. Skrá yfir drukknanir og önnur dauðaslys í Rauðasandshreppi.
Afrekssögur frá b/v Verði og Þorkeli mána. Brot úr annálum, presta- og sýslumannasögur.

Hákarlaskip og veiðar. Brot úr niðjatölum. Jóhann Bárðarson segir frá siglingu í roki og stórsjóum. Andrés Finnbogason lýsir langri hrakningarsögu, ýmsum æskuminningum og fleira.