13. bindi í hinum magnaða flokki Margit Sandemo, RÍKI LJÓSSINS. Þar tengjast sögurnar um ÍSFÓLKIÐ og GALDRAMEISTARANN, í stórkostlegum heimi handan tíma og rúms.

Leiðangurinn frá Ríki Ljóssins er nú að leggja í síðasta áfangann að tæru lindinni í Svörtufjöllum. Ungi indíáninn Náttauga er sá útvaldi, kjörinn til að finna lindina.

Í för með honum eru andarnir Shira og Mar, ásamt hinum göfuga Marco Svartsalaprinsi. Ekkert þeirra má fara með Náttauga síðasta spölinn og með öllu er óvíst að hann nái takmarki sínu…

 

MARGIT SANDEMO er fædd 23. apríl 1924 i Östre Toten i Noregi. Margit skrifar á sænsku og gaf út sína fyrstu bók árið 1964. Í allt hefur Margit skrifað meira en 170 bækur og er mest seldi rithöfundur Norðurlandanna með meira en 39 milljónir seldra bóka. Þar af hefur Sagan um Ísfólkið selst í um 25 milljónum eintaka um allan heim.