Stútfull bók af æsispennandi sögum af ránsferðum á hafi úti!

Bjarnabófarnir hafa skipulagt ránsferð í peningageymi Jóakims en ákveða að fylgja honum frekar eftir í ævintýralega leit að gulli á hafsbotni. Jóakim ferðast um hafdjúpin á sérsmíðuðum kafbáti og í fjarveru hans stýrir ungfrú Pikkólína peningaveldinu og tekst mjög vel til.

Gassa er falið það verkefni að lauma sér í raðir illskeyttra sjóræningja til að stöðva ránferðir þeirra. Mína skipstjóri fær það verkefni að stöðva grimma sjóræningja en endar á milli konungborinna systkina sem berjast um völdin.

Haltu þér fast því ránsferðirnar eru fleiri!