Rogastanz

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2014 334 2.190 kr.
spinner

Rogastanz

2.190 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2014 334 2.190 kr.
spinner

Um bókina

Sara er íslensk nútímakona; kaótísk, einhleyp og barnlaus.
Hún er blaðakona á heilsutímariti en lifir í algjörri mótsögn við gildi blaðsins. Sara er eirðarlaus og hana dreymir um breytingar, en mun sá draumur raunverulega fylla tómarúmið innra með henni?

Charlotte er skipulögð, nákvæm og ferköntuð. Hún er með sjálfsofnæmi og hefur misst allt hárið af þeim sökum. Hún er gift sér fimmtán árum eldri konu og langt gengin með annað barn þeirra. Geta þær leyft sér að dæma nágranna þegar þeirra eigið líf er ekki beinlínis eftir bókinni?

Borislav er ónærgætin og groddaralegur verkamaður sem sér möguleika á skjótfengnum auði í píramídabransanum. Hvernig tekur stórgerða eiginkonan tíðindunum um hina fölu og horuðu samstarfskonu hans sem skyndilega er orðin fyrirferðamikil í hjónabandi þeirra.

Rasmus er fagurkeri. Svo dásamlega myndarlegur og mjúkur Dani, kominn til Íslands til að … ja, til hvers? Breiða út boðskap? Hvenær er kynlíf kynlíf og hvenær ekki?

Þetta eru nokkrar af hinum sannsögulegu og ótrúlega litríku persónum sem Ingibjörg Reynisdóttir reiðir fram í þessari leiftrandi fjörugu skáldsögu um reykvískan og þó um leið svo fjölmenningarlegan samtíma okkar.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning