Höfundar: Birgitta Elín Hassel, Marta Hlín Magnadóttir

Í þessari sjöundu bók, sem jafnframt er síðasta sjálfstæða sagan um krakkana í Rökkurhæðum, er Margrét sögumaðurinn. Eftir að hafa lotið í lægra haldi í átökum við hættulega veru lendir Margrét í Hæðabyggð, blokkinni sem í dag gengur undir nafninu Rústirnar.

Á meðan hún leitar leiða til að komast aftur heim upplifir hún af eigin raun hvernig illskan býr um sig í fjölbýlinu og hefur áhrif á íbúa þess. Smám saman fer hún að skilja hvers vegna fullorðna fólkið talar alltaf um atburðinn, það sem gerðist í rústunum í gamla daga, í hálfum hljóðum.