Höfundar: Birgitta Elín Hassell, Marta Hlín Magnadóttir

Kristófer er 14 að verða 15. Það er komið vor í Rökkurhæðum og strákarnir fagna því að geta fært parkouræfingarnar út undir bert loft. Þeir eru búnir að finna frábært æfingasvæði sem er eins og hannað fyrir þá – Rústirnar!

Í könnunarleiðangri um svæðið finnur Kristófer pottþétta afmælisgjöf handa litlu systur, gjöf sem hann er viss um að muni vekja mikla lukku. Það sem hann órar hins vegar ekki fyrir er hversu mikil áhrif gjöfin á eftir að hafa á hans eigið líf.