Höfundar: Birgitta Elín Hassell, Marta Hlín Magnadóttir

Við fyrstu sýn eru Rökkurhæðir eins og hvert annað úthverfi. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að svo er ekki því þar er ýmislegt ótrúlegt á seyði.
Ófriðurinn sem hefur kraumað í Rökkurhæðum er að brjótast upp á yfirborðið. Matthías er nýr í Rökkurskóla og furðar sig á ástandinu. Hann kynnist Ingibjörgu sem er viss um að atburðirnir eigi sér skýringu en hver skyldi hún vera og hvað geta þau gert?