Strákurinn Sætukoppur varð landsþekktur fyrir nokkrum árum þegar sagan um hann var flutt í útvarpinu. Þessi bók inniheldur nýja upptöku, og er um 156 mínútna löng.

Bókin fjallar um tvo bræður og þegar sagan hefst er Pétur, sá eldri á 6. ári og þá fæðist litli bróðir, sem einmitt er umræddur Sætukoppur. Allt frá fæðingu er hann ólíkindatól, sem tekur upp á ýmsu og fer ekki alfaraleiðir, þannig að mjög reynir á þolrifin í foreldrunum og eldri bróður.

Bryndís Víglundsdóttir les.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.