Í þessari bók eru svokölluð Guðundar- og Geirfinnsmál gerð upp.

Bókin er afrakstur fimm ára heimildavinnu og niðurstaðan er ótvíræð: Allir sakborningarnir voru saklausir og því ranglega dæmdir, en rannsakendur og jafnvel dómarar gerðu sig seka um margvísleg afglöp og vísvitandi rangfærslur. Í sumum tilvikum gerðust menn beinlínis sekir um refsiverða háttsemi til að ná fram sektardómum.

Fremst í bókinni er sagan rifjuð upp eins og hún birtist almenningi fyrir 40 árum. Þessi bók er þó ekki skrifuð fyrir sérfræðinga, heldur allan almenning, enda bæði auðlesin og auðskilin. Nauðsynleg lesning, ekki síst þegar allt bendir til að þessi mál verði tekin upp á ný.