Jói er 11 ára strákur með ríkt ímyndunarafl. Í huga hans flýgur sjóræningjaskipið Algata og við stýrið standa þeir Hafliði skipstjóri tvö nef og Sigurður fóru. Förinni er heitið til London að bjarga pabba Jóa úr ógöngum. Í raunveruleikanum hefur Jói tekið afdrifaríka ákvörðun sem dregur dilk á eftir sér og ekki skánar ástandið þegar aunveruleikinn og hinn ímyndaði sjóræningjaheimur fara að renna saman í eitt. Allt virðist stefna í óefni og Jói veltir fyrir sér hvort sjóræningjum sé yfir höfuð treystandi. Skemmtileg bók sem tekur á raunverulegu vandamáli á ævintýralegan hátt.