Höfundur: Hrafnhildur Þórhallsdóttir

Bókin Saltvatnaskil fjallar um konu sem leggst út, nánar tiltekið undir brúna yfir Tjörnina í Reykjavík í kjölfar atburða tengdum skáldskapnum og ástinni. Hún hrekst um knúnin áfram af þrá eftir ljóðtextum og skáldskap sem hún bæði les og skrifar eins og hún eigi lífið að leysa. Saltvatnaskil er ljóðasaga þar sem skiptast á prósa- og ljóðtextar.