Þú ert hér://Samfeðra

Samfeðra

Höfundur: Steinunn G. Helgadóttir

Við lát móður sinnar kemst Janus að því að hann á ellefu hálfsystkini á svipuðu reki víðsvegar um landið. Þjóðhátíðarárið 1974 leggur hann upp í hringferð til að kynnast þessu ókunna, náskylda fólki. Hvernig bregðast systkinin við því að hitta bróður sem þau hafa aldrei átt? Mun Janus eignast þá fjölskyldu sem hann hefur alltaf vantað?

Samfeðra er listilega spunnin fjölskyldusaga í gráglettnum stíl þar sem sjónum er beint að fólki sem sést ekki oft í skáldsögum en er samt furðu kunnuglegt.

Steinunn G. Helgadóttir hlaut mikið lof fyrir Raddir úr húsi loftskeytamannsins og fékk Fjöruverðlaunin 2016 fyrir hana. Steinunn var valin ein af tíu nýjum röddum Literary Europe 2017 en það er viðurkenning til upprennandi höfunda.

Frá 1.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 271 2018 Verð 3.490 kr.
Rafbók - 2018 Verð 1.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

10 umsagnir um Samfeðra

 1. Elín Pálsdóttir

  „„… úrlausn sögunnar er jafn snjöll og bókin sem heild. Fyrir aðdáendur Radda úr húsi loftskeytamannsins er alveg óhætt að mæla með [Samfeðra]. Þær eru báðar ólíkar því sem önnur sagnaskáld eru að gera á Íslandi.“
  Kári Tulinius / Tímaritið Stína

 2. Eldar

  „Af og til fannst mér Steinunn taka mig á staði sem voru einhvern veginn umluktir glitrandi þoku. Einhvern veginn í öðrum heimi (…) En mér finnst bókin líka fanga fjölbreytileika mannlífsins á einstakan hátt (…) unun að lesa.“
  Katrín Lilja Jónsdóttir / Lestrarklefinn

 3. Eldar

  „Bókin er vel skrifuð, bráðfyndin á köflum og vekur lesandann til umhugsunar um það hvort blóð sé virkilega þykkara en vatn.“
  Steingerður Steinarsdóttir / Vikan

 4. Eldar

  „Fyrir nokkrum misserum heilluðu Raddir úr húsi loftskeytamannsins mig upp úr skónum og sú nýja olli ekki vonbrigðum – þvert á móti. Samfeðra er brilliant bók eftir einn áhugaverðasta og best skrifandi höfund sem ég hef lesið lengi.“
  Aðalsteinn Svanur Sigfússon

 5. Eldar

  „Það vantar ekki húmorinn og frásagnargleðina í þessa bók og merkilegt að leigubílstjórinn sem lýst er í einum kafla bókarinnar og virðist frekar fráhrindandi persóna og jafnvel litlaus, hafi eignast öll þessi frumlegu og skemmtilegu börn. Það er sannarlega hægt að skemmta sér við að lesa þessa bók, á sólarlausum sumardögum, eða bara í sumarleyfinu.“
  Erna Indriðadóttir / Lifdununa.is

 6. Eldar

  „Í Samfeðra beitir Steinunn heillandi frásagnarhætti með ólíkum sjónarhornum og reyndar einnig mismunandi sögumönnum. Auk þess að koma lesandanum í sífellu á óvart með það hvaða persóna er þungamiðja hvers kafla fyrir sig.“
  Magnús Guðmundsson / Fréttablaðið

 7. Eldar


  „Steinunn fer hér óneitanlega vogaða og athyglisverða leið, við að vinna áfram úr einni meginsagna fyrri skáldsögu sinnar. Það gengur að mörgu leyti vel upp og verður spennandi að sjá í hvaða ferðalag hún leggur næst, því sem prósahöfundur hefur hún fundið sína rödd og hefur ótvíræða hæfileika.“
  Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið

 8. Eldar

  „Þessi bók er ekki sjálfstætt framhald af hinni frábæru Raddir í húsi loftskeytamannsins, heldur meira svona eins og ósjálfstætt hliðarspor (…) Steinunn er með einhvern prívat tón og galdur sem er afskaplega skemmtilegur. Það er feikilega gaman að flestum þessum sögum. Þetta er svona eins og sagnasveigur þar sem hver heimsókn er svolítið sjálfstæð saga. Mjög litríkt allt saman.“
  Þorgeir Tryggvason / Kiljan

 9. Eldar

  „Hún hefur alveg dásamlega kímnigáfu hún Steinunn (…) mér finnst svo gaman þegar maður hlær upphátt, út af einhverri setningu sem er skemmtilega sögð. Svo er hún athugul, hún er næm og býr að sálfræðilegu innsæi og á mjög gott með að lýsa tilfinningum fólks. Hún blandar oft saman gamni og alvöru á mjög flottan og góðan hátt. Með sjónarhornið finnst mér mjög gaman að það er stundum alger ráðgáta hver er að segja söguna.“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

 10. Eldar

  „Mikill húmor!“
  Egill Helgason / Kiljan

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund