Höfundur: Neale Donald Walsch

Hugsaðu þér ef þú gætir spurt Guð flókinna spurninga um tilveruna, kærleikann og trúna, lífið og dauðann, hið góða og það illa og hann myndi svara þessum spurningum þínum beint, á skýran og skilmerkilegan hátt. Það gerðist hjá höfundi bókarinnar. Og það getur gerst hjá þér. Þessi bók er töfrandi fyrir þá sem búa yfir opnum huga, takmarkalausri forvitni og einlægri þrá til að leita sannleikans. Bókin hefur hlotið feiknarlegar vinsældir um heim allan.