Þú ert hér://Segðu mér og segðu/Romsubókin

Segðu mér og segðu/Romsubókin

Höfundur: Aðalsteinn Ásberg

Romsubók Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar með myndlýsingum Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur inniheldur bæði langar og margar romsur.

Þó bókin sé frekar ætluð yngri lesendum, gengur hún fyrir allan aldur! Romsur Aðalsteins eru rímaðar og stuðlaðar og margar afar skemmtilegar. Sumar eru léttgeggjaðar og í ‘bull’ stíl, aðrar öllu alvarlegri.

Myndirnar gera mikið fyrir romsurnar, en romsurnar eru settar upp í stíl við myndirnar, með tilheyrandi leturgerða- og litaleik. Allt er þetta afskaplega skemmtilega gert og bókin hreinlega iðar af lífi.

Hér má finna Romsubókina í pakka ásamt hljóðbókinni Segðu mér og segðu… sem er sömuleiðis eftir Aðalstein Ásberg.

Verð 2.790 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin - 2015 Verð 2.790 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /