September í Shiraz

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2007 287 990 kr.
spinner

September í Shiraz

990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2007 287 990 kr.
spinner

Um bókina

Í kjölfar írönsku byltingarinnar er skartgripasalinn Isaac Amin handtekinn og ranglega sakaður um að vera njósnari. Meðan Isaac kynnist harðræði nýrrar valdastéttar innan veggja fangelsisins glímir skelfingu lostin fjölskylda hans við hvarf hans og þarf að laga sig að gjörbreyttri heimsmynd, tilveru markaðri af grimmd og glundroða.

September í Shriaz er æsispennandi frumraun rithöfundarins Daliu Sofer sem fædd er í Íran en flúði þaðan ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var tíu ára. Sama ár komst klerkastjórnin til valda og faðir hennar var handtekinn. Sagan er lauslega byggð á eigin reynslu höfundarin og lýsir á magnþrunginn hátt bæði styrk mannsandans og veikleikum hans, hverfulleika sjálfsins og órjúfanlegum fjölskylduböndum.

Bókin kom út á íslensku árið 2009 í þýðingu Þórs Tryggvasonar og Svanhildar Þorvaldsdóttur á vegum .

„Djörf, íhugul og skrifuð af mikilli leikni.“
Observer

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning