Hrollvekjandi sænsk spennusaga sem seld var til 25 landa áður en hún kom út á frummálinu.
Farsótt mun gjöreyða mannkyninu.
Við vitum hvað er í vændum.
En ekki hvernig á að stöðva það.

Hlutirnir gerast. Tíminn líður. Lífið byrjar, rennur sitt skeið og tekur enda; og ekkert af merkingarleysinu batnar við að skrifa það niður og skoða það síðan eftir á. Og einn góðan veðurdag er öllu lokið, og ef ég veit eitthvað í minn haus þá veit ég það að þegar moldin skellur á kistulokinu yfir mér dettur ekki nokkrum lifandi manni í hug að lesa hvað ég var að afhafast einhvern mánudag í mars.

Ekkert hefði getað fengið mig til að halda dagbók.

Nema eitt.

Sú vissa að bráðlega verði enginn eftir til að lesa hana.

Ísak Harðarson þýddi.