Allt frá dögum Hómers hefur drjúgur hluti heimsbókmentanna verið í bundnu máli og oft það sem hæst ber; grísku harmleikirnir, Dante, Shakespeare. Fáir hafa verið ötulli við að færa þjóð sinni þennan fjársjóð en Helgi Hálfdánarson, enda fáir sem hafa þau tök á bundnu máli íslensku sem til þarf. Þýðingar Helga eru löngu viðurkenndar sem framúrskarandi, og því er sérstakt fagnarefni að hann skuli nú hafa þýtt þá fimm sígildu ljóðleiki frá fyrri tímum sem þessi bók hefur að geyma.