Sigurður dýralæknir er síðara bindið af ævisögu Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis og er það jafnframt afmælisrit hans.

Hér fer dýralæknirinn enn á kostum þegar hann segir frá lífshlaupi sínu, allt frá dýralæknanáminu í Noregi til þessa dags og kveðskapur liggur honum létt á tungu sem fyrr.